• mið. 08. sep. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir ZNK Osijek á fimmtudag í Meistaradeild kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik mætir ZNK Osijek á fimmtudag í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar kvenna.

Liðin mættust í síðustu viku í Króatíu og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli, en það var Selma Sól Magnúsdóttir sem skoraði mark Breiðabliks.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann kl. 17:00. Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á mánudag kl. 11:00.