• fös. 10. sep. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna!

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna!

Þetta varð ljóst eftir 3-0 sigur liðsins gegn ZNK Osijek á fimmtudag á Kópavogsvelli, en fyrri leikurinn hafði endað með 1-1 jafntefli. Hildur Antonsdóttir og Taylor ZIemer skoruðu með mínútu millibili í upphafi fyrri hálfleiks og Agla María Albertsdóttir bætti svo við þriðja markinu í upphaf síðari hálfleiks.

Dregið verður í riðlakeppnina á mánudag kl. 11:00 en Breiðablik verður í styrkleikaflokki 2 ásamt Lyon, Wolfsburg og Arsenal.