• þri. 14. sep. 2021
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

8 liða úrslit Mjólkurbikars karla á miðvikudag

8 liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram miðvikudaginn 15. september.

Tveir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur ÍR og ÍA sem hefst kl. 16:30 og leikur Fylkis og Víkings R. sem hefst kl. 19:15.

Dregið verður í undanúrslit keppninnar í beinni útsendingu í Mjólkurbikarmörkunum á miðvikudagskvöldið.

Leikirnir

ÍR - ÍA á Hertz vellinum kl. 16:30

Vestri - Valur á Olísvellinum kl. 16:30

Fylkir - Víkingur R. á Würth vellinum kl. 19:15

HK - Keflavík í Kórnum kl. 19.15