• þri. 14. sep. 2021

Starfsnemi úr HR hjá KSÍ

Helena Jónsdóttir, nemi við HR, mun vera í starfsnámi hjá KSÍ í 10 vikur.

Helena er að ljúka meistaranámi í íþróttavísindum og íþróttastjórnum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er viðskiptingafræðingur í grunninn, en fór svo út og lærði íþróttastjórnun í Molde. Helena á tengsl í íslenska knattspyrnu, en hún lék á sínum ferli með Þór/KA, Fjölni, Völsung og Hömrunum.

Meistararitgerð hennar fjallar um kynjajafnrétti í boltagreinum (handbolta, knattspyrnu og körfubolta) með áherslu á launamun kynjanna og kynja dreifingu í aðalstjórnum.

Í starfsnámi sínu hjá KSÍ mun Helena setja upp leiðtoganámskeið fyrir konur í knattspyrnu ásamt því að vinna hin ýmsu störf innan sambandsins.