• fim. 16. sep. 2021
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars karla í beinni útsendingu í Mjólkurbikarsmörkunum á Stöð 2 Sport.

Í pottinum voru Vestri, ÍA, Víkingur R. og HK. Í 8 liða úrslitum sló Vestri út Val, ÍA vann góðan sigur á ÍR, Víkingur R. vann Fylkir eftir framlengingu og Keflavík stóð uppi sem sigurvegari í miklum markaleik gegn HK

Undanúrslit 

ÍA - Keflavík laugardaginn 2. október kl. 14:00 á Norðurálsvellinum

Vestri - Víkingur R. sunnudaginn 3. október kl. 14:00 á Olísvellinum

Úrslitaleikur keppninnar fer svo fram á Laugardalsvelli 16. október kl. 14:00.