• þri. 21. sep. 2021
  • Landslið
  • U15 karla

U15 karla - naumt tap gegn Finnlandi

U15 karla tapaði 3-4 gegn Finnlandi í fyrri vináttuleik þjóðanna, en leikið er í Finnlandi.

Staðan var 3-1 í hálfleik fyrir Finnum, en Stígur Diljan Þórðarson skoraði markið. Strákarnir komu sterkari út í síðari hálfleikinn og skoruðu tvö mörk gegn einu marki Finna. Kristján Sindri Kristjánsson og Elmar Freyr Hauksson skoruðu mörkin.

Liðin mætast öðru sinni á fimmtudag og hefst sá leikur kl. 10:00.