• fös. 01. okt. 2021
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Breiðablik Mjólkurbikarmeistari kvenna 2021!

Breiðablik er Mjólkurbikarmeistari kvenna 2021!

Breiðablik og Þróttur R. mættust á Laugardalsvelli og endaði leikurinn með 4-0 sigri Breiðabliks.

Karitas Tómasdóttir og Tiffany Janea Mc Carty skoruðu fyrir Breiðablik í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í hálfleik. Karitas bætti öðru marki við í þeim síðari ásamt Hildi Antonsdóttur og 4-0 sigur Breiðabliks staðreynd.

Til hamingju Breiðablik!