• mán. 04. okt. 2021
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

ÍA og Víkingur R. leika til úrslita í Mjólkurbikar karla

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA og Víkingur R. munu leika til úrslita í Mjólkurbikar karla, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 16. október.

ÍA mætti Keflavík á Norðurálsvellinum og unnu þar 2-0 sigur. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði bæði mörk Skagamanna í leiknum. Víkingur R. og Vestri mættust í hinum undanúrslitaleiknum á Meistaravöllum og voru það Víkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar, 3-0. Kristall Máni Ingason átti frábæran leik og skoraði þrennu.

Það er því ljóst að ríkjandi bikarmeistarar Víkings R. mæta ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikars karla laugardaginn 16. október kl. 14:00 á Laugardalsvelli.