• þri. 05. okt. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir PSG á miðvikudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik hefur leik í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna á miðvikudag þegar liðið mætir PSG.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann kl. 19:00. Í riðlinum mætast einnig WFC Kharkiv og Real Madrid og hefst sá leikur kl. 16:45.

Allir leikir í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna verða sýndir í beinni útsendingu á DAZN og Youtube.