• mið. 13. okt. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir Real Madrid í dag í Meistaradeild kvenna

Breiðablik mætir Real Madrid í dag í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna.

Leikurinn hefst kl. 19:00 og fer hann fram á Estadio Alfredo di Stefano. Fyrr um daginn mætast PSG og WFC Kharkiv í París.

Breiðablik tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum gegn PSG 0-2 á Kópavogsvelli á meðan Real Madrid gerði góða ferð til Úkraínu og vann 1-0 sigur gegn WFC Kharkiv.

Hægt verður að sjá beina útsendingu frá leiknum hjá DAZN á Youtube.