• fim. 14. okt. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Tap í Madrid hjá Breiðablik

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 0-5 fyrir Real Madrid þegar liðin mættust í Madríd í Meistaradeild kvenna.

Leikurinn fór fram á Estadio Alfredo di Stefano og stjórnuðu Real Madrid leiknum frá upphafi til enda. Þær komust yfir strax á 6. mínútu leiksins og bættu svo við tveimur mörkum í viðbót í fyrri hálfleik. Tvö mörk Real Madrid bættust svo við í síðari hálfleik og 0-5 tap Breiðabliks því staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann PSG 5-0 sigur gegn WFC Kharkiv.

Næsti leikur Breiðabliks í riðlinum er gegn WFC Kharkiv í Úkraínu þriðjudaginn 9. nóvember.