• mán. 25. okt. 2021
  • Landslið
  • U17 karla

U17 karla - 1-2 tap gegn Eistlandi

U17 karla tapaði 1-2 gegn Eistlandi í öðrum leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2022.

Leikið er í Ungverjalandi, en á sama tíma töpuðu Ungverjar 0-1 gegn Georgíu. Staðan í riðlinum er því þannig að Georgía er á toppi riðilsins með fjögur stig. Ungverjaland og Eistland hafa þrjú stig í öðru og þriðja sæti. Ísland rekur svo lestina með eitt stig. Síðasta umferð riðilsins fer fram á fimmtudag en þá mætast Ísland og Ungverjaland annars vegar og Georgía og Eistland hins vegar.

Ísland byrjaði leikinn mjög vel og skoruðu fyrsta mark leiksins á 10. mínútu, en það var William Cole Campbell sem skoraði markið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og rétt fyrir lok hans tókst Eistlandi að jafna þegar Karel Mustmaa kom boltanum í netið. Staðan því 1-1 í hálfleik. Eistland komu sterkir út í síðari hálfleik og tókst að komast yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik þegar Emir Dikajev skoraði. 

Íslenska liðið spilaði annars ágætlega í síðari hálfleik, fékk þónokkur færi en tókst ekki að koma boltanum í netið og 1-2 tap því staðreynd.