• fim. 28. okt. 2021
  • Landslið
  • U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Ungverjalandi

U17 landslið karla mætir Ungverjalandi í lokaleik sínum í undankeppni EM í dag og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Ungverjalandi. Á sama tíma mætast Georgía og Eistland.  Tvö efstu lið hvers riðils í undankeppninni fara áfram í milliriðil og staðan í riðlinum er þannig að enn er allt opið með það hvaða lið fara áfram. Hægt verður að fylgjast með gangi leiksins í beinni textalýsingu á vef UEFA og í beinnu vefútsendingu af Youtube-síðu ungverska knattspyrnusambandsins.

Skoða riðilinn og leikina

Bein textalýsing á vef UEFA

Beint vefútsending frá leiknum

Jörundur Áki Sveinsson þjálfari íslenska liðsins hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Markvörður

Arnar Daði Jóhannesson

Varnarmenn

Mikael Trausti Viðarsson

Arngrímur Bjartur Guðmundsson (fyrirliði)

Daníel Freyr Kristjánsson

Stefán Orri Hákonarson

Miðjumenn

Ásgeir Galdur Guðmundsson

Ágúst Orri Þorsteinsson

Róbert Frosti Þorkelsson

Sóknarmenn

Daníel Tristan Guðjohnsen

Birkir Jakob Jónsson

William Cole Campbell