• fös. 29. okt. 2021
  • Fræðsla

Markmannsskóla drengja frestað

Vegna aðstæðna og tilmæla almannavarna um að sýna skynsemi og vera ekki að stofna til óþarfa hópamyndanna, þá hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta fyrirhuguðum Markmannsskóla KSÍ (drengir) um aðra helgi, 5.-7. nóvember.

Í Markmannsskólann þessa helgi áttu að koma 33 drengir frá 20 félögum, hvaðanæva að af landinu. KSÍ telur því óráðlegt að halda Markmannsskólann á þessum tímapunkti, þegar litið er til nýgengis innanlandssmita og þegar grunnskólar hafa lent í vandræðum vegna fjölda smita.

Það skal tekið fram að eingöngu er um að ræða frestun en ekki aflýsingu, KSÍ mun bjóða 2008 árgangi drengja að koma í Markmannsskólann.  Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net