• mið. 17. nóv. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir WFC Kharkiv á fimmtudag

Breiðablik mætir WFC Kharkiv á fimmtudag í fjórða leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann kl. 17:45. Liðin mættust fyrir viku síðan í Úkraínu og endaði sá leikur með markalausu jafntefli.

Liðin eru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti riðilsins með eitt stig. PSG er á toppi hans með fullt hús stiga og Real Madrid í öðru sæti með sex stig.

Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá DAZN á Youtube og má finna útsendingu hér að neðan.