• fim. 25. nóv. 2021
  • Mótamál

Breytingar á reglugerð um knattspyrnumót

Á fundi stjórnar KSÍ þann 23. nóvember sl. samþykkti stjórn breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Annars vegar er um að ræða breytingu er varðar vægi útivallamarka þegar leikið er til þrautar í útsláttarfyrirkomulagi þannig að leikið er í tveimur leikjum, heima og heiman. Hins vegar er um að ræða bráðabirgðaákvæði varðandi tilhögun keppni í 3. flokki A-liða keppnistímabilið 2022.

Skoða nánar í dreifibréfi nr. 12/2021