• mán. 13. des. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir PSG á fimmtudag

Breiðablik mætir PSG á fimmtudag í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn hefst kl 17:45 og fer hann fram á Stade Jean Bouin í París og verður hann í beinni útsendingu á Youtube rás DAZN.

Breiðablik er í neðsta sæti riðilsins með eitt stig eftir fimm leiki. PSG er í efsta sæti, hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk án þess að hafa fengið á sig mark. Það er því ljóst að verkefnið er erfitt fyrir Breiðablik.

Beina útsendingu frá leiknum má sjá hér að neðan.