• fös. 07. jan. 2022
  • Mótamál

Reykjavíkurmót meistaraflokka hefst á laugardag

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla og kvenna hefjast á laugardag með þremur leikjum.

Í meistaraflokki kvenna mætast Fram og KR kl. 14:00 á Framvelli. Í meistaraflokki karla eru tveir leikir. Valur og Fjölnir mætast kl. 12:00 á Origo vellinum og Víkingur R. og Fylkir mætast kl. 14:00 á Víkingsvelli.

Valur vann mótið í fyrra bæði í meistaraflokki karla og kvenna. Í kvennaflokki vann Valur 2-0 sigur gegn Fylki og í karlaflokki varð liðið meistari eftir sigur gegn Fylki eftir vítakeppni.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um mótið á vef KSÍ.

Reykjavíkurmót meistaraflokka