Grasrótarpersóna ársins 2021: Margrét Brandsdóttir
Grasrótarverðlaun KSÍ 2021
Grasrótarverðlaun KSÍ eru veitt sem viðurkenningar fyrir starf að grasrótarmálum í knattspyrnu. Verðlaunin, sem eru afhent í aðdraganda ársþings KSÍ ár hvert, eru nú í fyrsta sinn veitt í þremur flokkum:
- Grasrótarverkefni ársins
 - Grasrótarfélag ársins
 - Grasrótarpersóna ársins
 
Grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 í flokknum Grasrótarpersóna ársins hlýtur Margrét Brandsdóttir fyrir brautryðjendastarf í þjálfun yngri flokka kvenna í FH.  Það var Arnar Þór Viðarsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ sem afhenti Grétu verðlaunin.
Margrét „Gréta“ Brandsdóttir þjálfaði yngri flokka kvenna hjá FH í meira en tvo áratugi við frábæran orðstír og vann brautryðjendastarf á því sviði.  Gréta var hluti af fyrsta sigurliðinu á Íslandsmóti í knattspyrnu kvenna með FH árið 1972, og varð reyndar einnig meistari með liðinu árin 1974, 1975 og 1976.  Gréta þjálfaði fyrst hjá FH árin 1993-1996 og tók svo aftur upp þráðinn árið 2000 og þjálfaði þá stelpur í yngstu flokkunum hjá FH sleitulaust í tvo áratugi.
.jpg?proc=1152)

.jpg?proc=760)






