• mán. 11. des. 2023
  • Fræðsla
  • Ársþing

Opið fyrir tilnefningar til Grasrótarverðlauna KSÍ 2023

KSÍ veitir árlega grasrótarverðlaun og verður engin breyting þar á í ár. Verðlaunin eru þrískipt, Grasrótarpersóna ársins, Grasrótarfélag ársins og Grasrótarverkefni ársins.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar í þessum þremur flokkum þar sem fólki er velkomið að senda inn tilnefningu í einum eða fleiri flokkum. Allar tilnefningar verða skoðaðar og mun valnefnd sem skipuð verður af KSÍ velja sigurvegara.

Ef þú veist um einstakling, knattspyrnufélag eða verkefni sem gerði góða hluti í grasrótarstarfi árið 2023 þá hvetjum við þig til að senda inn tilnefningu með nafni einstaklings, félags eða verkefnis ásamt rökstuðningi á soley@ksi.is fyrir 1. febrúar 2024.

Eina skilyrðið er tenging við fótbolta.

Verðlaunahafar fyrra árs - Afhent í tengslum við ársþing 2023

Grasrótarverkefni ársins - Þróttur R. fyrir grasrótarfótbolta eldri flokks.

Grasrótarfélag ársins - Hamar fyrir þrautseigju í starfi yngri flokka við erfiðar aðstæður.

Grasrótarpersóna ársins - Jón Theodór Jónsson fyrir störf sín hjá Skallagrími í Borgarnesi.