• þri. 12. des. 2023
  • Skrifstofa
  • Ársþing
  • Fræðsla

Þjónustukönnun KSÍ: Yfir 70% svarenda ánægðir

Á haustmánuðum sendi KSÍ út stutta þjónustukönnun til allra félaga. Með slíkri könnun leitast KSÍ við að kanna viðhorf aðildarfélaganna til starfs KSÍ og þeirrar þjónustu sem KSÍ veitir félögum og þeirra fulltrúum. Ætlunin er að senda sambærilega könnun árlega og nota niðurstöðurnar þannig sem mikilvægan leiðarvísi fyrir KSÍ til að efla þjónustuna og samstarfið enn frekar. Óskað var eftir einu svari frá hverju félagi. KSÍ þakkar þeim aðildarfélögum sem svöruðu könnuninni kærlega fyrir þátttökuna.

Heilt yfir og almennt er mikill meirihluti svarenda ánægður með þá þjónustu sem KSÍ veitir aðildarfélögum, sem og stuðning og samskipti við félögin og þeirra fulltrúa. Um og vel yfir 70 prósent svarenda eru t.a.m. ánægðir með þjónustu KSÍ við aðildarfélög, samskipti við fulltrúa félaga, viðbrögð við fyrirspurnum, stuðning og leiðbeiningar, námskeið og fræðslu. 42 prósent eru ánægð með stjórnsýslu og skipulag KSÍ, 23 prósent óánægð, og 35 prósent hlutlaus.

Í nokkrum svörum var sérstaklega minnst á að efla þyrfti þjónustu við landsbyggðina og gera fulltrúum félaga þar betur kleift að taka þátt í starfinu og ýmsum viðburðum, til dæmis með því að gera meira af því að streyma viðburðum og bjóða sem oftast upp á þátttöku á fundum og fræðsluviðburðum í gegnum fjarfundarbúnað, eða að halda fleiri fundi og/eða fræðsluviðburði utan höfuðborgarsvæðisins.

Niðurstöður

Þjónusta:
• 75% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 8% hlutlaus.
• 17% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Samskipti:
• 67% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 17% hlutlaus.
• 16% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Viðbrögð við fyrirspurnum:
• 71% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 17% hlutlaus.
• 12% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Stuðningur og leiðbeiningar:
• 75% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 8% hlutlaus.
• 17% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Námskeið og fræðsla:
• 73% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 23% hlutlaus.
• 4% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Skipulag og stjórnsýsla:
• 42% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 35% hlutlaus.
• 23% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Samfélagsleg verkefni:
• 58% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 38% hlutlaus.
• 4% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Þjónusta við stuðningsmenn á landsleikjum:
• 38% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 41% hlutlaus.
• 21% nokkuð óánægð/mjög óánægð.