
Breiðablik Lengjubikarmeistari í 8. sinn
Breiðablik fagnaði sigri í úrslitaleik Lengjubikars kvenna á föstudagskvöld og er það 8. Lengjubikarmeistaratitill félagsins í meistaraflokki kvenna. Mótherjinn í úrslitaleiknum, sem fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ, var Stjarnan og unnu Blikar 2-1 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Hildur Antonsdóttir náði forystunni fyrir Breiðablik eftir 8 mínútur, en Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði metin á 17. mínútu. Taylor Marie Ziemer náði forystunni aftur fyrir Blika á 21. mínútu og reyndist það sigurmarkið í leiknum.
Eins og fyrr segir þá er þetta 8. Lengjubikarinn sem Breiðablik vinnur í kvennaflokki, en Blikar unnu mótið einmitt síðast þegar það var haldið, árið 2019.