
Mjólkurbikarinn 2022 hefst 8. apríl
Keppni í Mjólkurbikarnum 2022 hefst föstudaginn 8. apríl með fyrstu leikjum í bikarkeppni karla. Í opnunarleiknum mætast Reynir S. og Árbær en alls fara fram 11 leikir í Mjólkurbikar karla þann dag. Fjölmargir leikir fara fram yfir helgina en 1. umferð lýkur 14. apríl með viðureign Tindastóls og KF á Sauðárkróki. Áfram heldur svo keppnin í apríl og 2. umferð Mjólkurbikars karla fer fram dagana 21.-23. apríl.
Mjólkurbikar kvenna hefst svo 29. apríl með fjórum leikjum í 1. umferð og umferðin klárast daginn eftir með sex leikjum.
Smellið hér að neðan til að skoða leikina í Mjólkurbikarnum 2022.