• mán. 09. maí 2022
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Önnur umferð Mjólkurbikars kvenna hefst á þriðjudag

Mynd - Helgi Halldórsson

Önnur umferð Mjólkurbikars kvenna hefst á þriðjudag þegar Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. mætir Völsungi.

Þrír leikir eru næstu helgi og svo er leikið á mánudag og þriðjudag. Dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu þriðjudaginn 17. maí. Liðin í Bestu deild kvenna koma inn í keppnina á þeim tímapunkti.

Leiki 2. umferð má sjá hér að neðan.

Önnur umferð Mjólkurbikars kvenna

Þriðjudagurinn 10. maí

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. - Völsungur í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 19:00

Laugardagurinn 14. maí

ÍA - Sindri á Norðuálsvellinum kl. 12:00

Sunnudagurinn 15. maí

Tindastóll - ÍR á Sauðárkróksvelli kl. 14:00

Grindavík - Víkingur R. á Grindavíkurvelli kl. 14:00

Mánudagurinn 16. maí

ÍH - FH í Skessunni kl. 19:00

Þriðjudagurinn 17. maí

Augnablik - Haukar á Kópavogsvelli kl. 19:00