• mán. 09. maí 2022
  • Fræðsla

Súpufundur - kennsla á Hudl

Mynd - Mummi Lú

Fimmtudaginn 12. maí kl. 12:00 býður KSÍ upp á súpufund á 3. hæð á Laugardalsvelli. Fyrirlesarinn er Tom Goodall, leikgreinandi A landsliða KSÍ og Hudl.

Þessi kennslufundur er ætlaður þjálfurum KSÍ þar sem landslið KSÍ eru farin að nota Hudl/Wyscout greiningarkerfið.

Til þess að kynna möguleika kerfisins og jafnvel vekja áhuga annarra þjálfara, leikgreinenda og félaga á Íslandi langar Knattspyrnusviði KSÍ að bjóða öðrum áhugasömum að sitja þennan kennslufund.

Tom hefur mikla reynslu í leikgreiningu, gagnasöfnun og gagnanotkun. Hann hefur meðal annars unnið sem leikgreinandi hjá félögum í efstu deildum á Englandi. Á fyrirlestrinum mun Tom kenna þjálfurum, greinendum og öðrum áhugasömum aðilum að nota Hudl leikkerfið til að greina leiki, vinna úr klippum, flokka klippur í spilalista, nota hágæða teikniforrit Hudl og deila klippum með öðrum (leikmönnum, þjálfurum og öðrum). Þá mun hann einnig fara yfir möguleika sem eru fyrir hendi í gagnanotkun frá Wyscout kerfinu.

Frítt er á fundinn og súpa í boði fyrir þá sem mæta.

Fundurinn verður tekinn upp og linkur á upptökuna verður á heimasíðu KSÍ að honum loknum.

KSÍ hvetur félögin til að senda alla áhugasama þjálfara á fundinn, þar sem viðfangsefnið höfðar til þeirra.

Skráning á viðburðinn er hér - https://forms.gle/TcRif8qEpQmVFgAX6