• mið. 11. maí 2022
  • Landslið
  • U16 karla

U16 karla - Ísland mætir Svíþjóð í dag

U16 ára landslið karla mætir Svíþjóð í dag, miðvikudag, í fyrsta leik liðsins á UEFA Development Tournament.

Leikurinn hefst kl. 16:00 og fer hann fram á Västra Mark.

Mótið fer fram í Svíþjóð og mætir Ísland einnig Sviss og Írlandi á mótinu. Strákarnir mæta Sviss á föstudag og Írlandi á mánudag.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á vef sænska knattspyrnusambandsins.

Bein útsending