• mið. 11. maí 2022
  • Landslið
  • U16 karla

U16 karla - flottur sigur gegn Svíþjóð

U16 karla vann góðan 2-0 sigur gegn Svíþjóð í fyrsta leik sínum á UEFA Development Tournament.

Galdur Guðmundsson kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik og Tómas Johannessen tvöfaldaði svo forystuna í síðari hálfleik og þar við sat.

Mótið fer fram í Svíþjóð og mætir Ísland einnig Írlandi og Sviss, en næsti leikur liðsins er á föstudaginn kl. 16:00 þegar liðið mætir Sviss.