• mán. 16. maí 2022
  • Landslið
  • U16 karla

U16 karla - tap gegn Írlandi

U16 karla tapaði 1-2 gegn Írlandi í lokaleik sínum á UEFA Devlopment Tournament, en leikið var í Svíþjóð.

Galdur Guðmundsson skoraði mark Íslands í leiknum. Liðið vann því tvo leiki á mótinu, gegn Svíþjóð og Sviss, en tapaði gegn Írlandi. Þrátt fyrir tap í dag endar Ísland í efsta sæti mótsins.

Til hamingju Ísland!