• þri. 24. maí 2022
  • Fræðsla

Vel heppnaður skemmtidagur fyrir flóttafólk

Þann 19. maí bauð KSÍ flóttafólki til „skemmtidags á Laugardalsvelli”. Um 120 manns mættu, börn og fullorðnir á öllum aldri. Boðið var upp á alls konar afþreyingu eins og fótbolta og hoppukastala. Fánum Úkraínu var flaggað á vellinum.

KSÍ vill koma á framfæri þökkum til samstarfsaðila og annarra sjálfboðaliða sem gerðu daginn að veruleika.