• fös. 03. jún. 2022
  • Fræðsla

Komdu í fótbolta með Mola fer aftur af stað

Verkefnið „Komdu í fótbolta með Mola“ fer aftur af stað í næstu viku. Er þetta fjórða sumarið í röð sem Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, heimsækir minni sveitarfélög í samstarfi við Landsbankann. 

Markmiðið með heimsóknunum er að kynna fótbolta og heilbrigðan lífsstíl fyrir krökkum í hverfinu.

Moli ætlar að hefja ferðalagið á Suðurlandi.

Dagskrá Mola í vikunni 6.-10. júní

7. júní kl. 15:00 - Reykholt

8. júní kl. 10:00 - Hvolsvöllur

9. júní kl. 15:00 - Brautarholt