• fös. 10. jún. 2022
  • Fræðsla

Aðsóknarmet í fyrstu viku Mola

Siguróli Kristjánsson, eða Moli eins og hann er kallaður, er farinn af stað um landið fjórða sumarið í röð að heimsækja minni sveitarfélög. 

Öll börn eru velkomin á æfingar hjá Mola þar sem þau fá verkefni við hæfi og skemmtilegan fróðleik frá Mola sem hefur margra ára reynslu úr heimi fótboltans.

Í vikunni heimsótti Moli Reykholt, Brautarholt og Hvolsvöll þar sem aðsóknarmet var slegið þegar um 70 börn mættu.

Í næstu viku hefst ferðalag Mola um Vestfirði. Þá fer hann á Súðavík, Ísafjörð, Bolungarvík, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. 

Dagskrá Mola árið 2022.

Á myndinni má sjá þátttakendur á Hvolsvelli.