• þri. 21. jún. 2022
  • Evrópuleikir

Víkingur R. spilar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag

Víkingur R. mætir Levadia Tallin frá Eistlandi í dag í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:30 á Víkingsvelli.

Í dag mætast einnig La Fiorita frá San Marínó og Inter Escaldes frá Andorra í hinum undanúrslitaleiknum sem fer einnig fram á Víkingsvelli og hefst hann klukkan 13:00.

Sigurliðin úr þessum leikjum mætast í úrslitaleik þann 24. júní klukkan 19:30 á Víkingsvelli. Sigurliðið í þeim leik mætir Malmö FF í næstu umferð.