• mið. 22. jún. 2022
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Stórsigur Víkinga

Víkingur vann á þriðjudag 6-1 stórsigur á eistneska liðinu Levadia Tallinn í undanúrslitaleik í forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Fyrr um daginn vann Inter Escaldes frá Andorra 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó og framundan er úrslitaleikur milli Vikinga og Inter Escaldes á föstudag.  Báðir undanúrslitaleikirnir fóru fram í Víkinni og leikurinn á föstudag fer einnig fram þar og hefst kl. 19:30.  Miðasala á leikinn er í gegnum Stubb appið, og er fólk hvatt til að mæta og styðja við bakið á Víkingum, eins og öllum íslenskum félagsliðum sem leika í Evrópukeppni.