• fös. 24. jún. 2022
  • U23 kvenna
  • Landslið

U23 kvenna - Sigur gegn A liði Eistlands

U23 lið kvenna sigraði í dag A lið Eistlands með tveimur mörkum gegn engu í vináttuleik sem spilaður var í Eistlandi. Leikurinn er skráður sem A landsleikur.

Mörk Íslands skoruðu Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Dagný Rún Pétursdóttir. 

U23 landslið kvenna hefur einu sinni áður mætt A landsliði, en það var árið 2016 þegar íslenska liðið mætti pólska A landsliðinu og gerðu liðin 1-1 jafntefli (einnig skráður A landsleikur). Þess utan hefur liðið leikið tvo U23 leiki, gegn Skotlandi ytra árið 2012 og gegn Póllandi í Kórnum í febrúar 2015.