• mán. 18. júl. 2022
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Heimaleikir í Sambandsdeildinni á fimmtudag

Breiðablik og Víkingur leika í Sambandsdeild UEFA í vikunni.  Bæði lið eiga bæði lið heimaleikinn fyrst og fara báðir leikir fram á fimmtudag.

Á Kópavogsvelli mætast Blikar og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi kl. 19:15 og í Víkinni taka Íslands- og bikarmeistarar Víkings á móti TNS frá Wales kl. 19:30. 

Seinni leikir liðanna fara fram ytra í næstu viku - víkingar leika þriðjudaginn 26. júlí og Blikar fimmtudaginn 28. júlí.

Skoða leikina