• þri. 02. ágú. 2022
  • Evrópuleikir

Breiðablik og Víkingur R. spila heimaleiki í Sambandsdeild UEFA á fimmtudag

Þriðja umferð í forkeppni Sambandsdeildar UEFA hefst á fimmtudaginn. Tvö íslensk lið eru í keppninni og eiga þau bæði heimaleik á fimmtudag.

Breiðablik tekur á móti İstanbul Başakşehir frá Tyrklandi og Víkingur R. tekur á móti Lech Poznan frá Póllandi. Leikirnir hefjast klukkan 18:45.

Síðari leikir þessara liða fara fram 11. ágúst.