• þri. 02. ágú. 2022
  • Evrópuleikir

Búið að draga í umspili í Sambandsdeild UEFA

Þriðja umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst á fimmtudaginn þegar Breiðablik og Víkingur R. spila bæði heimaleiki.

Ef Breiðablik og Víkingur komast áfram úr þriðju umferðinni komast þau í umspil þar sem sigurvegarinn fær sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik mun mæta Lilleström frá Noregi eða Royal Antwerp frá Belgíu sigri þeir İstanbul Başakşehir og Víkingur mun mæta Malmö frá Svíþjóð eða F91 Diddeleng frá Lúxemborg sigri þeir Lech Poznan. Umspilsleikirnir fara fram 18. og 25. ágúst.