• mið. 10. ágú. 2022
  • Evrópuleikir

Breiðablik og Víkingur R. spila í Sambandsdeild UEFA í dag

Undankeppni Sambandsdeildar UEFA fer senn að taka enda og eru Breiðablik og Víkingur R. enn í baráttunni um sæti í riðlakeppninni.

Í dag fara fram síðari leikir í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik heimsækir Istanbul Basaksehir til Tyrklands eftir að hafa tapað 1-3 á heimavelli. Víkingur R. fer til Póllands þar sem þeir mæta Lech Poznan. Víkingur sigraði fyrri leikinn 1-0.

Þau lið sem vinna sitt einvígi í þriðju umferðinni spila tvo umspilsleiki sem skera úr um það hvort liðið komist í riðlakeppnina eða ekki.

Mynd með frétt: Hulda Margrét