• fös. 12. ágú. 2022
  • Evrópuleikir

Breiðablik og Víkingur R. úr leik í Sambandsdeild UEFA

Mynd: Mummi Lú

Breiðablik og Víkingur R. duttu út í Sambandsdeild UEFA í gær eftir tap í 3. umferð undankeppninnar.

Breiðablik mætti Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi í 3. umferð. Í fyrri leiknum tapaði Breiðablik 3-1 á heimavelli og í gær töpuðu þeir 0-3 í Tyrklandi.

Víkingur R. mætti Lech Poznan frá Póllandi í 3. umferð. Víkingur sigraði fyrri leikinn 1-0 á heimavelli. Leikurinn í Póllandi í gær var spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-1 fyrir Lech Poznan og 2-2 samtals. Í framlengingu skoruðu heimamenn tvö mörk og unnu leikinn 4-1 og einvígið samtals 4-2.