• fim. 18. ágú. 2022
  • Agamál

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ frá 16. ágúst leiðréttur

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur með heimild í grein 8.3. leiðrétt úrskurð nefndarinnar frá því 16. ágúst sl. þar sem leikmaður hjá Val, Lára Kristín Pedersen, var úrskurðuð í 1 leiks bann vegna 2 áminninga í Bikarkeppni KSÍ. Lára Kristín hefði með réttu ekki átt að vera úrskurðuð í 1 leiks bann á fundi nefndarinnar 16. ágúst sl.

Ástæða þess er að áminningar sem leikmenn í meistaraflokki fá í aðalkeppni telja ekki að loknum 8 liða úrslitum, skv. grein 12.1.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Lára Kristín fékk gult spjald í leik gegn KR í 8-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ sem fram fór þann 10.6.2022. Lára Kristín fékk öðru sinni gult spjald í leik gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ sem fram fór 12.8.2022.

Þar sem áminning (gult spjald) Láru Kristínar í leik gegn KR telur ekki að loknum 8 liða úrslitum, hefur í för með sér að Lára hefði með réttu ekki átt að vera úrskurðuð í 1 leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 16. ágúst sl. Á aukafundi sínum í dag 18. ágúst, leiðrétti aga- og úrskurðarnefndar því úrskurð sinn frá 16. ágúst og felldi úr gildi leikbann Láru Kristínar Pedersen.

Ákvæði 8.3. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er svohljóðandi:
Ef augljóst er, að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður varðandi agamál vegna villandi eða rangra upplýsinga í skýrslu dómara og/eða eftirlitsmanns eða rangrar/ófullnægjandi skráningar eða ef rangar upplýsingar hafa borist skrifstofu KSÍ, þá skal aga- og úrskurðarnefndin halda aukafund sbr. gr. 5.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, og leiðrétta úrskurð eða kveða upp nýjan.