• fös. 19. ágú. 2022
  • Fræðsla

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 2022

Laugardaginn 27. ágúst munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna, sem fram fer sama dag. Breiðablik og Valur leika þar til úrslita.

Ráðstefnan fer fram á þriðju hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Dagskrá

10:00-11.15 - Ísland á EM í Englandi. Þorsteinn H. Halldórsson, aðalþjálfari landsliðsins, og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari, gera upp frammistöðu Íslands á mótinu.
11:30-12:30 - Æfingar og keppni kvenkyns leikmanna, með tilliti til tíðahrings (Understanding Performance and the Menstrual Cycle). Clare Conlon, starfmaður írska knattspyrnusambandsins.
12:45-13:30 - Greining á liðunum sem leika til úrslita.

KSÍ hvetur þjálfara kvennaliða og leikmenn þeirra til að mæta á ráðstefnuna.

Opið er fyrir skráningu og hægt er að skrá sig hér: https://forms.gle/EChNahyro6SnscXi9

Frítt er á ráðstefnuna fyrir félagsmenn í KÞÍ en 3.000 kr. kostar fyrir aðra ráðstefnugesti.

Þjálfarar sem sækja ráðstefnuna fá 5 tíma í endurmenntun á sinni KSÍ/UEFA þjálfaragráðu.