• mið. 14. sep. 2022
  • Agamál

Lið Selfoss ólöglega skipað gegn Grindavík í Lengjudeild karla

Lið Selfoss var ólöglega skipað gegn Grindavík í Lengjudeild karla þegar liðin mættust 3. september síðastliðinn.

Reynir Freyr Sveinsson lék með Selfossi, en hefði átt að taka út leikbann í leiknum.

Úr úrskurðinum:

Samkvæmt grein 36.1. skal félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki.

Við ákvörðun um viðurlög þykir nefndinni rétt að taka mið af því að ekki hafi verið um vísvitandi brot á grein 36.1. að ræða af hálfu kærða. Þá hafi brot verið viðurkennt og það hafi orsakast af yfirsjón innan félagsins. Þegar mið er tekið af framangreindu og mið tekið af því að brotið er framið í meistaraflokki þykir upphæð sektar hæfilega ákveðin kr. 100.000,-.

Úrslitum í leik Selfoss gegn Grindavík í Lengjudeild karla sem fram fór hinn 3. september 2022 á JÁVERK-vellinum er breytt og skal leikurinn dæmdur tapaður með markatölunni 0-3 fyrir Grindavík gegn Selfossi.

Úrskurðurinn