• mán. 28. nóv. 2022
  • Fræðsla

Vel heppnað ungmennaþing KSÍ

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fór fram sunnudaginn 27. nóvember. Komu þar saman um 60 ungmenni frá um 20 félögum. Þátttakendur voru á aldrinum 12-18 ára og fékk hvert félag að senda fjögur ungmenni á þingið.

Aðal umræðuefni þingsins voru tvö. Hegðun foreldra á fótboltamótum og mótamál. Miklar og góðar umræður sköpuðust í hópavinnu þar sem meðal annars var nefnt að gott væri ef foreldrar héldu sig nokkra metra frá vellinum á meðan á leik stæði. Þátttakendur höfðu mikla skoðun á dómgæslu og kölluðu þau til dæmis eftir því að dómarar væru að minnsta kosti nokkrum árum eldri en þau sem væru að spila leikinn.

Fjöldi umsókna barst í ungmennaráð KSÍ sem verður stofnað á næstu dögum. Hlutverk ungmennaráðsins verður að gæta hagsmuna iðkenda í yngri flokkum í íslenskum fótbolta og vera rödd þeirra innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

KSÍ þakkar þátttakendum á þinginu og öðrum gestum kærlega fyrir daginn. 

Myndir af ungmennaþinginu má sjá á Facebook síðu KSÍ.