• mið. 14. des. 2022
  • Dómaramál

Austurland eignast tvo dómara með réttindi til að starfa í efstu deild

Á vefsíðunni Austurfrétt var nýlega fjallað um að Austurland hafi á síðustu misserum eignast tvo knattspyrnudómara sem búa á svæðinu og hafa réttindi til að dæma í efstu deild.  Dómararnir eru þeir Antoníus Bjarki Halldórsson og Guðgeir Einarsson, sem báðir hafa verið valdir til þátttöku á svokölluðu CORE-námskeiði UEFA í Sviss.

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða nánar.  Lengri útgáfu af fréttinni er að finna í vikublaðinu Austurglugganum.

Skoða fréttina á Austurfrétt.is

Mynd með grein:  Austurfrett.is