• þri. 10. jan. 2023
  • Fræðsla

Vinnustofa um knattspyrnu kvenna

Sunnudaginn 29. janúar stendur KSÍ fyrir vinnustofu þar sem viðfangsefnið er knattspyrna kvenna. Vinnustofan verður á 3ju hæð í höfuðstöðvum KSÍ og stendur yfir frá kl. 12:00-16:00. Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ verður fundarstjóri.

Þátttakendur með KSÍ þjálfararéttindi fá 6 endurmenntunarstig.

Skráning á vinnustofuna: Vinnustofa - Knattspyrna kvenna

Dagskrá vinnustofunnar

12:00 Setning
12:15 Umræður – hópavinna
12:45 EM – undirbúningur, umgjörð, uppgjör
          - Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson
13:30 Hlé
14:00 Stjarnan vs. Meistaradeild, samanburður á spretttölum
          - Andri Freyr Hafsteinsson
14:45 Straumar í Evrópu, getum við gert meira fyrir okkar efnilegustu stelpur?
          - Magnús Örn Helgason
15:30 Hvað svo? – Umræður
16:00 Lok vinnustofu