• fim. 12. jan. 2023
  • Mótamál

Reykjavíkurmót meistaraflokka fara af stað

Reykjavíkurmót meistaraflokka karla og kvenna fara af stað á fimmtudag og föstudag.

Fyrsti leikur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla fer af stað á fimmtudag með tveimur leikjum. Valur og Fjölnir mætast á Origovellinum og Leiknir R. og Fram mætast á Domusnovavellinum. Báðir leikirnir hefjast kl. 17:30.

Fyrsti leikur í Reykjavíkurmóti meistarflokks kvenna hefst á föstudag með þremur leikjum. Valur og Fram mætast á Origovellinum kl. 17:30, Víkingur R. og Fylkir mætast á Víkingsvelli kl. 19:00 og KR og Fjölnir mætast í Egilshöll kl. 20:00.