• mið. 18. jan. 2023
  • Fræðsla

Námskeiðið Data and Analysis in Football helgina 18.-19. febrúar

Mynd - Háskolinn í Reykjavík

Helgina 18.-19. febrúar stendur KSÍ fyrir námskeiði sem ber heitið Data and Analysis in Football (Gangnavinnsla og greiningar í knattspyrnu). Kennari á námskeiðinu er Peter O´Donoghue.

Kennt er frá 09:00-16.00 báða dagana, á þriðju hæð í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Í byrjun febrúar fá þátttakendur senda fyrirlestra af netinu sem þeir horfa á áður en þeir mæta á námskeiðið.

Námskeiðið fer fram á ensku en hér eru aðal markmið námskeiðsins:

  • Knowledge of data processing stages and principles
  • Knowledge of visualisation principles
  • Intellectual ability to programme spreadsheets to generate summary information from data
  • Problem solving ability to select and utilise facilities when creating systems and work-flows
  • Practical ability to store, process and retrieve information
  • Intellectual ability to strategically utilise decision support information
  • Transferrable ability to plan and manage information systems projects in sport

Peter O‘Donoghue er nýráðinn prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann er þekktur víða fyrir vinnu sína, rannsóknir og kennslu á sviði frammistöðugreininga í íþróttum (e. sport performance analysis) en hans fyrrum nemendur hafa margir hverjir náð miklum frama í störfum innan íþróttaheimsins. Meðal annars kenndi hann yfirmanni frammistöðugreiningar hjá enska knattspyrnusambandinu.

Peter er afkastamikill fræðimaður en hann hefur verið aðalfyrirlestari (e. keynote speaker) á fjölmörgum ráðstefnum, skrifað fimm kennslubækur um frammistöðugreiningu og kennslubók í tölfræði. Peter hefur verið aðalritstjóri International Journal of Performance Analysis in Sport síðan 2006 og 100. ritrýnda tímaritsgrein hans var samþykkt árið 2022.

Námskeiðsgjald er 20.000kr

Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi frá 15 endurmenntunarstig fyrir þátttöku á námskeiðinu. Athugið að þjálfaramenntun er ekki skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu.

Hér er skráningarlinkur á námskeiðið, skráningafrestur er til 1. febrúar. - https://forms.gle/1mn43ymKN3gHGBc1A

Hér að neðan má sjá nánari lýsingu á námskeiðinu.

Nánari lýsing