• mán. 23. jan. 2023
  • Hæfileikamótun

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á höfuðborgarsvæðinu

Á næstu dögum fara fram fjórar æfingar í hæfileikamótun stúlkna á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Á föstudag, æfði hópur í Miðgarði í Garðabæ, á laugardag æfðu hópar í Hópinu í Grindavík og í knatthöll ÍR og síðasti hópurinn æfir á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi á miðvikudag.

Hópana má sjá hér að neðan en það er Magnús Örn Helgason umsjónarmaður hæfileikamótunar kvenna sem stýrir æfingunum ásamt þjálfurum félaganna.