• mán. 30. jan. 2023
  • Fræðsla

Vel heppnuð vinnustofa um knattspyrnu kvenna

Sunnudaginn 29. janúar stóð KSÍ fyrir vel heppnaðri vinnustofu um knattspyrnu kvenna. Góðar umræður mynduðust og er það von KSÍ að samskonar viðburður verði árlegur.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A landsliðs kvenna, og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna, sögðu frá þátttöku landsliðsins á EM 2022. Fóru þeir yfir undirbúning, umgjörð og gerðu að lokum mótið upp og sýndu gestum ýmis konar tölfræði.

Andri Freyr Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, kynnti samanburð á tölum úr GPS mælum Stjörnunnar frá síðasta tímabili samanborið við Meistaradeildina. Andri sagði einnig frá hvernig Stjarnan mælir árangur hjá sínu liði og hvað liðið gerir til að hámarka árangur sinn.

Magnús Örn Helgason, þjálfari U17 kvenna, sagði frá því hvað lönd í Evrópu eru að gera til að mæta þörfum efnilegustu stelpnanna.

Niðurstöður úr umræðum verða sendar á félögin á næstu dögum.