• þri. 31. jan. 2023
  • Mótamál

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna

Þróttur R. og Valur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna.

Leikurinn fer fram sunnudaginn 5. febrúar í Egilshöll og hefst hann kl. 19:15.

Valur vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, skoraði í þeim 16 mörk og fékk aðeins eitt á sig. Þróttur R. vann einnig alla þrjá leiki sína og skoraði 20 mörk og fékk á sig eitt. Það má því búast við skemmtilegum leik á sunnudag.

Athygli er vakin á því að ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma í leiknum þá verður strax gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.